Mergjuð helgi,

Heil og sæl.

Já þetta var nú meiri stuðhelgin.  Er rétt að skríða saman eftir stuð og aftur stuð.  Þessi helgi var bara mergjuð. Dóttir okkar hjóna útskrifaðist á föstudaginn úr tíunda bekk. 

Á laugardaginn fengum við gesti sem gistu um nóttina, fólkið kom með mat og meðlæti til að trufla ekki húsfrúnna en ég fór með vinkonum mínum á skrall og fram eftir nóttu á Fimm fiskum.  Hvernig ég komst heim er spurning?

Sunnudagur tekinn snemma enda átti ég eftir að setja krem á kökuna sem ég færði Björgunarsveitinni Berserkjum í Stykkishólmi í fjáröflunarskini.  Aðstoðaði við kökumóttöku, svolítið timbruð en ok.Kaffisalan byrjaði 15:00 og frí sigling kl 16:00 frábært.  Var orðin annsi lerkuð um 19 þegar ég fór heim.

Skemmtileg helgi og takk allir sem gáfu mér bjór og ópalskot. 

Birna toppaðu þetta. hvernig var Skagaströnd?

 

kveð og til kojs.  nei ekki alveg strax  hahah

Endilega skrifið comment eða í gestabókina.  ble ble

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband