Draum-stautar

Heil og sæl.

Vaknaði Grin eldhress að venju fór fram úr  og vatt mér í flókaskóna góðu.

Frábær hugmynd sem ég fékk í morgunsárið eða mig dreymdi það. Úfff man ekki hver hún var en hún var frábær.  Ferlegt þegar gráu sellurnar eru ekki að standa sig.

Já man núna, W00t væri ekki frábært að dreyfa skatthæstu einstaklingunum á sveitafélögin til að efla innkomu þeirra? ha já með lögheimili hér en búi í Rvk eða hvar sem er. 

Til dæmis gæti gæti Hreiðar Már Sigurðsson tilheyrt Stykkishólmi, ha hann er nú hólmari nú og hinir og þessir tilheyrt öðrum stöðum t.d. Hannes Þór skráist á Ísafjörð, á staði sem  þurfa aðstoð eftir aflabrest eða að kvótinn hefur verið seldur burt. 

Já en hvernig þetta væri framkvæmanlegt, það er ég ekki búin að hugsa, kemur kannski með næsta draum. Allaveg væri þetta fólk vinsælt hjá bæjarbúum.

Bíð eftir næsta draum, vonandi virkar draum-stauturinn.

Legg mig núna, meira að frétta í kvöld. 

Kveðja,

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ekki galin hugmynd. Hver heldurðu að vilji skrá sig á Selfoss??  helgarkveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2007 kl. 09:53

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Segi það! Hvern geturðu fundið nógu tekjuháan á Selfoss? Ólaf Ragnar? Æj hann borgar víst ekki skatta.......

Góð hugmynd

Hrönn Sigurðardóttir, 6.8.2007 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband