Vigtunardagurinn # stend í stað # ekki allir samt

Heil og sæl.  

Vigtunardagur,  Anna stendur í stað,  Ingi stendur í stað , Kristín niður um 500gr,  super það stelpa,   Óli niður um 1.5kg snilld og ekkert annað, Þóra upp um 400gr. já þetta kemur, samt gott hjá þér það hefði getað verið meira eða hvað vera bjartsýn. Björn göngugarpur niður um 600 gr, frábært

              fjand.... kíló

Átti frábæra helgi fór í 2 tíma göngutúr, sundferð, bogfimi, bíóferð, kaffihúsaferð og út að borða á kínverskan stað í Kópavogi og körfuboltaleik. Hef aldrei gert eins mikið á einni helgi.

DSC06436

Það var hvasst og frekar kalt en við vorum vel útbúin að skemmtum okkur vel.  Fórum heim til Bjössa og fengum okkur kaffi og rúnstykki og............ hálfur snúður á mann. Devil

Frumsýning á "Jesús Guð Dýrlingur"  verður á afmælisdaginn minn 12.nóvember.

Við ætluðum að sýna fyrr en hótelið var bókað fyrir ráðstefnu og brúðkaup nú svo byrja jólahlaðborðin og þá verðum við að víkja,

Erfitt að vera uppá aðra komna með húsnæði. já maður verður bara að hlæja, en svona er þetta.

kveð að sinni, knús










« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ, mínar tölur eru ekki spennó, það er sama sagan það má ekki gleyma sér. Ég var í tveimum frábærum afmælisboðum um helgina og gleymdi mér aðeins. En viktin fór upp um 400gr, þó ég sé alltaf í góðri hreyfingu 2 tíma á dag 5 daga vikunnar og passa mjög vel upp á það hvað fer ofaní mig, svona er þetta bara. Það er bara að halda áfram, ekki spurning.

Baráttukveður frá mér til þín/ykkar, Þóra Gíslad.

Þóra Gísladóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 20:48

2 identicon

Jæja, þá koma tölurnar úr Kópafirði!

1500 gr niður, er eins og krónan, er í frjálsu falli!

 Baráttu kveðjur!!!

ÓLI

ÓLI LiTLi (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 10:41

3 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Im going down down down, Im going down down down.... eins og segir í laginu. 

Það eru farin 500gr í viðbót.  Er alveg að ná hreinni 90kg.  það væri alveg rrrroooossssaaaalllllleeeegggga got ef ég næ 5kg fyrir jólin. 

 Ég stend yfirleitt ekki í stað nema svo stutt í einu kannski 2-3 vikur. 

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 5.11.2008 kl. 15:08

4 identicon

Hæ Hæ :) takk fyrir síðast :) þetta var mjög gaman.  Og koma svo fleiri næst.  Þá koma ferskar tölur úr Grafarholtinu, 600 gr niður frá síðustu mælingu :) bestu kveðjur - Björn göngugarpur

Björn Zoéga Björnsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband