Stúlkan á svarta hjólinu.......
27.7.2007 | 21:55
Heil og sæl.
Jæja mikið er gaman að sjá að það eru fleiri en ég sem eru skó-sjúkar. Þessir rauðu eru no 42 og gullsandalarnir líka. Þeir eru rúmir en ég vildi þá samt.
Maja systir er skó-frík. léttgeggjuð eins og ég.
Jæja að allt öðru. Nú datt ég í nýja dellu. Ljósmyndakeppni mbl.is og Hans Petersen. Búin að hlaupa um eyjar og nærsveitir til að taka myndir og bara nokkuð gott hjá mér. Það er annaðhvort að vera með eða ekki. Ein mynd er ekki nóg eða er það.?
Mikið er sumarfríið mitt búið að vera dásamlegt. Yndislegt veður og ég er búin að eignast nýtt hjól. Bóndinn gaf spússu sinni 28" Lady hjól, svar með 3 gírum, fótbremsu og körfu.
Yndislegt.
Var á tilboði í Hagkaup ca 19.990 ekta fyrir þroskaðar konur eins og bloggvinkonur mínar.
Mér líður eins og stúlkunni á bláa hjólinu. Saga sem gerist í seinni heimstyrjöld, nema hvað ég hjóla bara um Stykkishólmi.
Keypti fallegan rauðan hjálm á Akureyri. Nú svo sá ég neon vesti á 400 krónur og þannig verð ég í umferðinni hér. Börn og fullorðnir mega skammast sín að nota ekki hjálma. Nauðsyn no 1.
Jæja svo í dag fór ég á Grundarfjarðardaga og tók myndir að sjálfsögðu sem eru komnar inn í keppnina, aaahh. Sól og blíða um miðjan dag.
Til að gera eitthvað í frínu tók ég líka þátt í Veðurleik með Sigga storm. Maður skráir hita og sól og vind og alles. Já ég held ég sé að tapa mér. Ég sem er svo heppin í ástum vinn aldrei neitt. Kannski......
Jæja læt þessa vitleisisbunu duga. kannski er ég með sólsting eða að mig vanti vökvun eins og hin blómin? hummm.
Fer á eftir á Fimm fiska og fæ mér einn ööööllllllaaaaarrrraa
Kveðja,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gull sandalar
25.7.2007 | 00:57
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skó-óða konan
25.7.2007 | 00:52
Heil og sæl.
Er komin heim aftur eftir vel heppnað ættarmót á Lýsuhóli og viku á Akureyri. Djúsí vika enda tapaði ég mér.
Þegar ég er í ham er ekkert sem stoppar mig það er að segja þegar að kemur að skóm. Fann 6 pör á frábæru tilboði og dæmi hver um sig.
Hverjir eru flottastir.????? Svar óskast. Ég skal láta í ljós mína bestu..... númer 2 héðan frá , gull sandalar og auðvitað er frúin með naglalakkaðar tásur og alles..
kvöld-kveðja að vestan, góða nótt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Klukk eða er ég klikk?
14.7.2007 | 08:45
Heil og sæl.
það að verða klukkuð minnir mig á gamla daga, klukk og svo var hlaupið hratt í burtu. Núna er klukk að nefna 8 hluti um mig sjálfa, já hvað gæti það verið;
1. Ég er sporðdreki, hrifin að dulrænu og draumum
2. Ég elska Pepsí Max, ískalt og svalandi með röri, ( svo ég fái ekki tannkul)
3. Ég er menntuð sem tannsmiður en vinn á leikskóla.
4. Við erum fjögur systkynin. Tvær systur og 2 bræður.
5. Foreldrar mínir eru látin. Sakna þess að eiga ekkert æskuheimili.
6. Elska væmnar ástarmyndir.
7. Er farin að grána í vöngum.
8. Nenni ekki að klukka neinn því ég er komin í sumarfrí og er að fara norður á Akureyri til Lilju vinkonu. Bóndinn verður eftir heima að vinna. Hann er búinn með sitt frí. Þannig að nó blogg for a week.
Sumarfrís-kveðja,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Langintes og lilleputt
12.7.2007 | 20:08
Heil og sæl.
Innilega til hamingju. Frábært þetta með handlegginn. Svo langur að hann gat hreinsað hálsinn á höfrungi.
2.36 og 1.68. Frábært. Aldur og stærð skiptir ekki máli heldur ástin.
Kveðja.
![]() |
Hæsti maður heims giftir sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hræðilegt.
12.7.2007 | 19:52
Heil og sæl.
Hræðilegt að heyra um þetta slys, vonandi nær maðurinn sér.
Ég er alltaf hrædd við gas. Vann með gas sem tannsmiður þannig að ég þekki til varúðaráðstafana. Það er aldrei of varlega farið.
Veit um nokkur tilvik, bruna vegna, t.d. flugeldar upp á svalir á gamlárskvöld beint í grillið og búúmmm, gashitun í veiðihúsi , 4 látnir.
Farið varlega og munið að lofta út, skrúfa vel fyrir krana og ekki taka neina sénsa við lélegar tengingar og notið réttar slöngur fyrir réttann þrýsting.
kveðja,
![]() |
Gas olli eldi í bíl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt 3.8.2007 kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miskunnsami Samverjinn
12.7.2007 | 19:38
Frábært framtak hjá þessum íslenska lækni í Svíþjóð. Það er fullt af fólki sem hefur ekki efni á að leysa út lyfin sín.
Var að leysa mín út. 8.500 kr. og samt fékk ég afslátt, ég biði ekki í það að þurfa að borga fullt. Í apríl leysti ég lyf út fyrir ca. 12,400 og þá með verkjatöflum og spritti til að sótthreinsa. Fékk lyf við lungnabólgu eða einhverskonar þembu,asmalyf, háum blóðþrýsting, stera og pensilín.
Yfir þessu er hægt að fjasa. Lyfsalar vilja ekki missa kökuna sína.
Áfram með póstverslunina, ég meina af hverju ekki ?, svo framalega að lyfin séu rétt afgreidd. Getur þetta ekki sparað ísl.ríkinu?
Kveðja,
![]() |
Lyfjastofnun telur vefsíðuna minlyf.net vera ólöglega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7,7 miljónir, af lottó-trénu
7.7.2007 | 23:12
Til hamingju. það má gera ýmislegt fyrir þetta. Í sjálfu sér er þetta ekki há upphæð miðað við hvað sumir eru að fá í laun, en alltaf er gott að fá pening, eller hur?
Kveðja,
![]() |
Einn með allar tölur réttar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvar ert þú ?
7.7.2007 | 23:02
Heil og sæl.
"Þegar fólkið var komið sunnarlega í Útgönguhöfða lenti það í sjálfheldu og komst hvorki lönd né strönd. "
Alltaf gott að vita hvar maður er. Var ekki fólkið í Þórsmörk? Gott að það bjargaðist.
Kveðja,
![]() |
Ferðafólki bjargað heilu á höldnu í Þórsmörk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Köttur sem bloggar
7.7.2007 | 22:53
Heil og sæl. Svona hafa sumir það í fríi. Skotta fer úr einu bæli í annað. Vill helst hafa mjúkt undir sér. Svona verð ég eftir viku, liggjandi í kósí setti, alsæl.
Til hamingju allir þeir sem eru í sumarfríi.
Nógur tími til að blogga eins og kisa gerir stundum. Elskar að horfa á screen saferinn sem er fiskabúr.
Búin að fá rasssæri, verða að leggjast
Góða nótt,
Kveðja,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)