Halldór 80 ára og Guðrún 74 ára . 28 júní

Heil og sæl,

Í gær fór ég í flottasta afmæli sem mér hefur verið boðið í.

Tengdaforeldrar mínir eiga sama afmælisdag og í gær var tengdapabbi 80 ára og tengdamamma 74 ára.

IMG_0053

Þau buðu öllum í Perluna. það var ekkert smá flott.  Sól og fallegt veður en svalt úti.

 

Ég og Guðrún Edda dóttir mín baðaðar í kvöldsólinni.

IMG_0099

Tengdaforeldrar mínir hafa reynst mér sem foreldrar eftir að faðir minn og móðir dóu. Það eru um 19 ár síðan pabbi dó og 13 ár síðan mamma dó, þannig að ég hef átt góða að í þó nokkurn tíma.

Humarinn var frábær, nammmmm.

Afmæliskveðja gullin mín,

Kveðja,

 

 

 

 


Hver ber ábyrgðina?

Heil og sæl.

Já nú er mín í ham.

Vinafólk mitt á hús, ef hús skyldi kalla, úti á landi.  Þau ætluðu að laga húsið og breyta einu herberginu og minnka um einn glugga.

Þegar framkvæmdir hófust, kom í ljós samskeyti gólf/veggur að eitthvað var dularfullt.  Gólfið var brotið upp og kom þar í ljós tómarúm.  Fyllingin í sökklinum var sigin um að ég held 1 m.  Hver sá/sér um þjöppumælingar eða má hver sem er gera þetta, þetta er frekar gamalt hús þannig að ???

Húsið er nú dæmt ónýtt, þar sem ekki er talið þess virði að brjóta öll gólf upp og fylla með grús.  Betur væri að rífa húsið og byggja nýtt.

Nú spyr ég, hver er réttarstaða fólksins?  Er þetta svipað og veggjatítluárás eða hvað finnst ykkur.

Hver ber ábyrgðna?  Slæmt fyrir þau að hafa keypt húsið! .  Veðskuld hvílir á húsinu og þau eru flutt út og farin að leigja. 

Lánin hækka og hækka, þannig að þau eru að borga af húsinu, leiguna og allt umstang sem hefur verið.

Þrautarganga á milli manna um ráð, aðstoð og hjálp en .....obobobobobobobbbbbob.

Já skrítin veröld það.


Til hamingju Guðjón og félagar

 Heil og sæl

Á Egilsstöðum hefur Soffía Mús hreiðrað um sig í í Sláturhúsinu við Kaupvang. Músin er þar á vegum leikhúss frú Normu og segir hún áhorfendum frá tímaflakki sínu og leit að fleiri frístundum.

Áhugaleikhúsin þau lifi, húrra,húrra, húrrrrra.

kveðja Form. Leikfélagsins í Stykkishólmi


mbl.is Mús í leit að frítíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirspurn um ferjuferðir ,svari sá sem veit

Heil og sæl.

Ég heyrði út undan mér að fólk sem notaði Baldur ( ferjuna ) til að fara vestur á firði, þá meina ég fólk sem á kannski sumarhús þar fái afslátt 40%af fargjaldinu bara af því að það á sumarhús,

Hvaða afslátt fá þeir sem búa fyrir vestan??.

""Auðvitað, fæ ég afslátt, þetta er bara svona sagði einn, ég verð að komast í sumarbústaðinn minn.""" ha  finnst ykkur þetta rétt??????

Hver borgar ríkið = ég, þú og allir

Ég fer og gisti í Reykjavík í sumaríbúð minni fæ ég lækkun á ferðakostnaði bara af því að ég verð að fara eða ......

Bullsh.....

kveðja,   


Fánar og skjaldarmerki,

Íslenski fáninnHeil og sæl,

Það gerðist á dönskum dögum fyrir nokkrum árum að skjaldarmerkinu á sýslumannshúsinu og lögreglustöðinni í Stykkishólmi var stolið og þurfti viðkomandi að hafa vel fyrir því.  Það fannst aldrei og var nýtt sett upp.  Fánar hverfa sama hvort danskir eða íslenskir séu. 

Bæjarbúar eru duglegir að skreyta hús sín og umhverfi og hafa gaman af en svo er alltaf einhver sem sker á ljósaseríur, stelur hjóli og skilur eftir útí skurði, skemmir skreytingar og svo framv. 

Reynum að sýna almenna kurteisi og berum virðingu fyrir eigum annara og ríkisins, því það erum jú við sjálf eða hvað????????

kveðja,


mbl.is Fánum stolið af leiði Jóns Sigurðssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðingar um nefndarfíkn mína

Heil og sæl.

Maðurinn minn segir að ég sé með nefndarfíkn og baka bara fyrir LLLLLLL félög.

Baka fyrir Leikfélagið, Leikskólann, Lúðrasveit, Landsbjörg, L-listann  og Lions.

En talandi um nefndarfíkn.  CA102MIICA5Z5OL5CAIMCTV0CAC72K03CA8U80LRCAO8U63JCA7AIOKDCAORI1P9CA72DVM5CAI5780ECA1QEFEJCA5T2XWGCAHDN21XCAC2LUQQCAB2WCQRCA4WUBJBCAXIG7GXCAU7MI4HCA6GRESG Formaður Lions 05-06,  Formður Leikfélagsins 07-----,  Ritari í stjórn SDS starfsmannafélag Dala og Snæfellssýslu 07---- Farastjóri 10 bekkjar til Danmerkur og sv fram......

nei smá grín ég er ekki með fíkn, er bara bóngóð og ef ég tek eitthvað að mér reyni ég að gera það  eins vel og ég get. 

Getur einhver staðist þessi augu, ooooo ekki ég,

Er að hugsa um að hafa hægt um mig í sumar, svo hægt að ég er að fara að sofa. já ég verð svo dösuð í veðurblíðunni og vindinum. 

Góða nótt,  Sleeping

 


Kvennahlaup og Green Globe húrra,húrra

Heil og sæl.

Ein ég sit og blogga inni í litlu húsi enginn kemur að sjá mig nema litla ......

Húsbóndinn fór í gærkvöldi út á nes á Strandveiðimót.  Hann hringdi áðan og var glaður og kátur, búin að setja eitt EFSA met, veiddi stóran þorsk og var með góða heildarveiði sem gefa stig.

Já ég gleðst yfir gleði hans þó ég hangi heima þvæ þvotta og tek til.Joyful

Snæfellsnes hefur fengið Green Globe vottun, frábært framtak.

Stykkishólmshöfn fékk bláfánann aftur, já

Konur, börn og hundar klæddust fjólubláu í tilefni dagsins, vegalengdir voru  3 km, 5km og 7km.  Ég lét 3 duga enda er ég á asmapústi og sterum sem halda mér gangandi, allt gekk þó vel þó ég fái að kenna á því núna í kvöld, hóstandi og hóstandi..  öhöhhöhöhö

Læt þetta duga, er að semja umsókn til BÍL

kveðja,

 


Vor og sumar myndir

Heil og sæl.

Já þegar ég skoða síðuna mína sé ég alltaf vetramyndir, hvernig er með sumarið þarf ég ekki að breyta þessu ha, já ætla að vinna í þessu og setja inn vor og sumar myndir.

kveðja,


Þessir karlar,,,

Heil og sæl.

Eflaust hefur lillinn verið svo lítill að ekki reyndi á haftið???????????????

ja hérna, kveðja


mbl.is Áfrýja umdeildri ógildingu hjónabands í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjálftaspá Maríu Jónasar

Grænu stjörnurnar vestast á skjálftasvæðinu sýna hvar...

Heil og sæl.  

María vinkona mín er svoldið nösk á hitt og þetta og aðalega þetta.    Eftir skjálftann 2000 liðu vist margir dagar 5 að ég held þangað til annar stór kom.  Í dag átti annar að koma samkvæmt hennar útreikningi og viti menn, hann kom vissi ekki um skjálftan fyrr en ég kom heim var samt í Reykjavík,   vááááá

kveðja,


mbl.is Snarpur kippur á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband