Lambadúllur að þvælast,
2.6.2008 | 21:23
Heil og sæl.
Ég fór suður til Reykjavíkur í dag eldsnemma.
Á 4 stöðum Stykkishólmur - Mýrar - Reykjavík voru kindur með lömb sín við veginn. Höfðu á einhvern hátt sloppið eða er þessu bara sleppt á veginn
Kveðja lambadúlla,
![]() |
Fyrsta fjórfætta fórnarlambið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mergjuð helgi,
2.6.2008 | 21:13
Heil og sæl.
Já þetta var nú meiri stuðhelgin. Er rétt að skríða saman eftir stuð og aftur stuð. Þessi helgi var bara mergjuð. Dóttir okkar hjóna útskrifaðist á föstudaginn úr tíunda bekk.
Á laugardaginn fengum við gesti sem gistu um nóttina, fólkið kom með mat og meðlæti til að trufla ekki húsfrúnna en ég fór með vinkonum mínum á skrall og fram eftir nóttu á Fimm fiskum. Hvernig ég komst heim er spurning?
Sunnudagur tekinn snemma enda átti ég eftir að setja krem á kökuna sem ég færði Björgunarsveitinni Berserkjum í Stykkishólmi í fjáröflunarskini. Aðstoðaði við kökumóttöku, svolítið timbruð en ok.Kaffisalan byrjaði 15:00 og frí sigling kl 16:00 frábært. Var orðin annsi lerkuð um 19 þegar ég fór heim.
Skemmtileg helgi og takk allir sem gáfu mér bjór og ópalskot.
Birna toppaðu þetta. hvernig var Skagaströnd?
kveð og til kojs. nei ekki alveg strax hahah
Endilega skrifið comment eða í gestabókina. ble ble
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kærleikur
18.5.2008 | 22:50
Kærleikur
Kærleikur er, hvert góðverk sem þú vinnur.
Kærleikur, er hvert bros sem þú gefur.
Kærleikur, er að faðma þann sem grætur.
Kærleikur, er að hugga þann sem syrgir.
Kærleikur, er að gefa þeim sem þarfnast.
Kærleikur, er umhyggja fyrir öllu sem lifir.
Kærleikur, er að biðja fyrir öllum, góðum sem slæmum.
Kærleikur, er að lifa sáttur við sjálfan sig og aðra.
Kærleikur, er að dæma ekki.
Kærleikur, er ljósið sem býr í hjarta þínu.
Var eitthvað svo meir eftir daginn að ég leitaði á netinu og fann þennan pistill um kærleika hann var hjá LILJUNNI. takk fyrir afnot.
kveðja,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nornastuð,
13.5.2008 | 19:34
Svona eru vinnufélagarnir, ekkert skrýtið að ég sé léttgeggjuð, en stuð samt sem áður.
Myndin er tekin á æfingu vinnustaðasöngvakeppni sem var haldin fyrr á árinu.
Lagið " Fljúgum hærra " og við unnum ekki, samt sungum við 2.
kveðja,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Guðrún Edda 16 ára í dag
12.5.2008 | 20:36
Heil og sæl,
Í dag á Guðrún mín 16 ára afmæli. Vinkonur hennar sváfu hjá okkur í nótt og snemma í morgun kom Óli vinur hennar með nýbakaðar muffins. Já krúttlegt það. Allir drukku kalda mjólk og muffins í morgunmat.
Guðrún á Öskudaginn
Núna er hún á Narfeyrarstofu með Guðrúnu Erlu, Sóley R, og Sóley að fá sér hamborgara, gos og snakk. Stuð hjá þeim.
Dagurinn var annars ágætur. Fór á samkomu hjá Hvítasunnukirkjunni í Stykkishólmi. Þar var heljarinnar stuð.
Klukkan 17:00 var ég kominn uppá hótel fyrir hönd leikfélagsins að hjálpa Eskimo og TrueNorth að finna leikara fyrir auglýsingu sem verður tekin á næstu dögum eða á nóttinni. Um og yfir 100 manns mættu.
Jæja læt þetta nægja, ætla að gíra mig niður í hægagang,
og hugsa um eitthvað fallegt t.d. um dóttir mína.
kveðja, gangið sátt í háttinn,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvítasunna og fermingar í Stykkishólmi
11.5.2008 | 17:16
Heil og sæl,
Í dag er verið að ferma hér í Stykkishólmi.
Til hamingju, Alfreð, Benedikt, Elín Sóley, Eydís Ösp, Gísli Guðmundur,
Ingibjörg Soffía, Leifur, Snjólfur, Sóley og Vignir
Megi gæfan þig geyma
Kveðja,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Handteknar, mannvonska!!!!
11.5.2008 | 17:06
Heil og sæl,
"Lögregla í Katmandu, höfuðborg Nepals, handtók 560 tíbetskar konur"
Heimurinn versnandi fer og þvílík grimmd í fólki, enda sagt að maðurinn er grimmasta dýrið.
Opnið hjörtu ykkar og elskið náungan.
kveðja,
![]() |
560 konur handteknar í Nepal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kortasvindl og svínarí
11.5.2008 | 16:51
Heil og sæl.
Ég er farin að toga og banka í draslið ef ég fer í hraðbanka, hvort aukahlíf gæti verið á eða eitthvað.
Þessir kappar eru með stolin kort sem ætti að vera búið að tilkynna inn en svo virðist ekki vera.
Ég er með svo litla heimild enda bara með silfur kort.
Sárt fyrir þá sem lenda í þessu.
kreditkveðja,
![]() |
Miklu fé stolið úr hraðbönkum á höfuðborgarsvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Æfingin skapar meistarann
11.5.2008 | 16:43
Heil og sæl,
Ég var að æfa mig að setja inn You Tube.
Ellen syngur gullfallega og þetta lag finnst mér vera eitt af þeim fallegustu sem ég hef heyrt enn sem komið er. Tónlistin er hugljúf og fær manna til að hugsa um þá sem hafa farið yfir móðuna miklu.
kveðja,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Söngur um engil
11.5.2008 | 16:37
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)