Ís-spari
28.3.2010 | 10:54
Heil og sæl
Margt hraunið hefur runnið síðan ég setti inn færslu. Datt niður á frábært nafn fyrir nýja fjallið eða fellið Ísspari, eða Icesave. Dagurinn sem við íslendingar gleymdum eymd og volæði var þegar byrjaði að gjósa.
Eitthvað nýtt fyrir okkur að hugsa um. Mynd fengin að láni hjá Norðurflug
Íslendingar eru samt samir við sig, að þjóta austur á gallabuxum og strigaskóm já eða sumir ganga bara á sokkunum þar sem háhæluðu skórnir stungust of mikið í snjóinn, búin að sjá mynd af því, hahahh.
Vildi sjálf geta farið austur en er veik heima með í lungunum og ekki væri ábætandi að fá gufu eða reyk ofan í mig.
Hugsum okkur um, gerum allt sem við getum til að bæta hag þjóðar okkar.
P.s Fólk vill réttlæti og útrásavíkingar munu ekki geta sér um frjálst höfuð strokið fyrr en........
kveðja og knús
Athugasemdir
Mér finnst svolítið gott nafnið sem sveitarstjórinn í Vík stakk upp á.
Skjaldborg ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 28.3.2010 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.