Leikfélagið Grimnir í Stykkishólmi og heyrnartæki
29.9.2007 | 22:15
Heil og sæl.
Já, loksins er mín heima til að blogga.
Sitthvað er nú búið að ganga á hjá mér, mest skemmtilegir hlutir.
Til að byrja með eignaðist ég heyrnartæki í bæði eyru. Já heyrði alltaf illa, misskildi alla og gat varla haldist á balli.
Heyrnin á vinstra eyra var verra en það hægra. Er núna með þessi nýju og fínu tæki og lífið er yndislegt.
Á aðalfundi leikfélagsins var ég kosin formaður Grímnis og erum við að setja upp leikritið Oliver. Guðjón Sigvaldason er að leikstýra, mikið stuð. Þannig að ef ég er ekki í vinnunni þá er ég uppá hóteli að gefa leikurum djús, kex og ávexti.
Er með smá texta í leikritinu, leik Frú Bedwin góðu konuna. Guðjóni fannst það passa mér þar sem ég er mamma leikfélagsins.
Er að fara að sofa,dreyma eitthvað skemmtilegt. Vonandi get ég bloggað meira seinna.
Bið að heilsa eftir Inga T
Góða nótt og sofið rótt. kveðja
Athugasemdir
Það er vel við hæfi að þú leikir góðu konuna Til hamingju með heyrnartækin. Get trúað því að þetta sé allt annað líf
Brake a leg.................. - ég ætti kannski að fá eiginhandaráritun hjá þér strax?
Hrönn Sigurðardóttir, 30.9.2007 kl. 09:07
Til hamingju með formannstitilinn
Leiklistin lengi lifi.
Þetta er eitthvað svo skemmtilegt og að vinna með Guðjóni finnst mér allaf forréttindi. Enda kemur hann beint til okkar þegar hann er búinn hjá ykkur.
Bið að heilsa
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 30.9.2007 kl. 15:12
Takk stelpur, fyrir hugulsemina. Takk
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.9.2007 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.