Barak Obama
18.6.2007 | 18:05
Barak Obama verður næsti forseti USA. Eitthvað innra með mér segir það.
Það geislar af þessum manni, lífsgleði, þokki og glæsileiki. Hann er málefnalegur, talar um að bæta kjör þeirra sem minna mega sín. Einnig vill hann bæta heilbrigðisþjónustu. Húrra fyrir honum.
Já, sjáum til hvort ég hafi rétt fyrir mér þegar þar að kemur.
kveðja,
![]() |
Obama og Thompson njóta mests fylgis í Suður-Karólínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6 ný HIV- tilfelli á klukkutíma fresti,
17.6.2007 | 22:13
Heil og sæl,
Hrikalegar tölur um HIV-smitaða í Úkraínu. Nýtt tilfelli á tíu mínútna fresti, hrikalegt.
Elton John alltaf til í að styrkja góð málefni eins og Díana prinsessa vinkona hans gerði.
Kveðja,
![]() |
Elton John í Kænugarði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hrikalegt ástand.
17.6.2007 | 19:20
Til hamingju lögreglumenn í Borgarnesi, sem nappa þessa ökuníðinga.
Hvernig er hægt að fylgjast með þeim sem eru ekki með skírteini nú eða tryggða bíla. Ég hef heyrt að fólk geti keyrt um án þess að hafa tryggingu. Hver borgar ef eitthvað kemur fyrir. Maður verður að vera í kaskó!!!!
Fólk sem hagar sér svona er varla borgunarfólk fyrir einu né neinu
kveðja,
![]() |
Tekinn á 140 km hraða undir áhrifum fíkniefna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17 júní í Stykkishólmi
17.6.2007 | 19:00
Frábær dagur . Veðrið gott og mikill mannfjöldi. (Sjá myndir til hliðar.)
Margar konur klæddust þjóðbúningum og settu svip sinn á bæinn. Börn og blöðrur hlaupandi um. Gæti ekki verið betra
kveðja,
![]() |
Hátíðahöld hafa gengið mjög vel um land allt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hamingju Ísland
17.6.2007 | 18:24
Heil og sæl,
Yndislegur dagur í alla staði, veðrið, börnin, pulsur, sleikjó, blöðrur,fánar,prúðbúið fólk og lúðró.
Hátíðarkveðjar,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Karíus, Baktus
17.6.2007 | 17:44
Það held ég að kumpánar þessir hafi verið glaðir og saddir eftir daginn.
Það er þjóðlegur bragur yfir þessu, ungmennafélagið Íslendingur.
Til hamingju og munið að bursta tennurnar.
þjóðhátíðarkveðja,
![]() |
Sælgæti varpað úr flugvél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kvennahlaup í Stykkishólmi
16.6.2007 | 14:08
Hressar konur sem komu í mark í Stykkishólmi. frítt var í sund á eftir og voru margar konur sem nýttu sér það.
Hjartavernd
kveðja,
![]() |
Konur hlaupa víða í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bruce Hard, Megahard
15.6.2007 | 17:16
Eina sem kemur upp í huga minn er Die Hard, Megahard auglýsing frá Dominos.
Annars var þessi ágæt, en skil ekki alveg afhverju. Mynd eins og " Face off " og " 8mm " eru miklu betri.
kveðja,
![]() |
Die Hard valin besta hasarmynd allra tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ánægð ruslatunna....
15.6.2007 | 01:29
Heil og sæl.
Mikið er ég glöð að sjá að það eru fleiri en ég sem er vakandi núna . klukkar er að verða eitt um nótt.
Var úti í garði að hreinsa beðin og fylla með mold. Í garðinum mínum er álfasteinn eða heil blokk. Þurfti að snyrta garðinn hjá álfunum.
Ruglatun var tæmd í dag og ég sá að hún var drulluskítug, eitthvað hafði lekið.
Smúlaði tunnuna með garðslöngunni og spreyjaði Ajaxi. Góð lykt og skínandi tunna er ánægð tunna.
Fyrst ég var komin út með slönguna með heitu vatni smúlaði ég garðhúsgögnin. Hlutirnir eru að taka á sig rétta mynd.
Bóndinn er enn í Dölunum og seiðunum líður vel, spræk. Hann kemur heim á morgun og verður yfir helgina.
Hann ætlar að mála útidyrahurðina hvíta, setja upp þakrennu og ýmislegt. Vonandi verður ekki brjálað veður. Við ætlum að grilla og dúlla okkur.
Jæja er orðin stirð eftir alla setuna , ætla til kojs. Á morgun er sumarhátíð í leikskólanum, gaman saman.
kv.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Brum - Brum....
15.6.2007 | 00:53
Þessi hraðskreiðu hjól, til hvers að eiga eitt ef þú getur ekki keyrt hratt. ? Æfingarbrautir eða keyrslubrautir væri við hæfi, enda stendur víst til að opna svona svæði.
Vonandi fara allir eftir hraða-takmörkum, förum varlega í umferðinni.
Hugsaðu tvisvar áður en þú gefur í......
![]() |
Bifhjólasamtök fordæma háskaakstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)